Saga

Saga Lýtingsstaða byrjaði á landnámsöld þegar maður að nafni Lýtingur settist að á jörðinni. Bærinn var höfuðból í margar aldir og hreppurinn hinn forni, Lýtingsstaðahreppur, hét eftir því. Hálfkirkja stóð á Lýtingsstöðum frá 11. til 18. aldar og varð það síðar Þinghús, sem var í notkun fram á 20. öld. Þinghúsið og bæjarhúsið voru byggð úr torfi og þiljuð. Fjárhúsin og hesthúsin voru úr torfi með trégaflum. Því miður lifir ekkert af þessum gömlu byggingum til dagsins í dag.

Hero Image
Hero Image